Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Eftirlit og aðstæður í sjókvíaeldi
Rekstrarleyfi fyrir stórauknu eldi í Dýrafirði þrátt fyrir ítrekuð fyrri brot

Matvælastofnun (MAST) gaf í dag út rekstrarleyfi til Arctic Sea Farm fyrir stórauknu sjókvíaeldi á laxi í Dýrafirði. Þetta er vægast sagt sérstakur gjörningur því fyrirtækið hefur sýnt að því er ekki treystandi til að sinna þessum rekstri. Síðast í desember sendi Umhverfisstofnun Arctic Sea Farm (ASF) boðun um áminningu og kröfu um úrbætur vegna brota á starfsleyfi sem það hefur fyrir sjókvíaeldi í Dýrafirði.

Brotin voru mörg:

– ASF var með of mikið af eldislaxi í sjókvíunum
– Mengunin sem fór í sjóinn var yfir mörkum.
– ASF sinnti ekki skyldubundinni sjósýnatöku.
– ASF notaði koparhúðuð net í sjókvíunum þó beinlínis sé tekið fram í starfsleyfinu að það er óheimilt.

Fyrirtækið sinnt svo engu áskorunum Umhverfisstofnunar um að bæta ráð sitt og sendi stofnunin því boð um áminningu og ítrekaði kröfur um úrbætur í desember.

Það segir allt sem segja þarf um aðhaldið með þessari starfsemi að nú hefur ASF verið gefin heimild til að tvöfalda sjókvíeldi sitt í Dýrafirði.

Þetta er sorgardagur fyrir íslenska náttúru og lífríki.

0 Comments
  • Arctic Sea Farm
  • Brot á starfsleyfi
  • Dýrafjörður
  • MAST
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo