Fjölskyldan að baki norska eldisrisanum Grieg Seafood hefur ákveðið að leggja fé í eigin nafni til 15 milljarða (120 milljón dollara) verkefnis í landeldi í Japan. Rétt eins og kjúklingur er nú ræktaður út um allan heim á því markaðssvæði þar sem á að selja hann, stefnir í að sama muni gerast með eldislax. Nú þegar er til dæmis farið að selja á veitingastöðum og í verslunum í Dubai lax sem er alinn á landi í eyðimörkinni.

Grieg family involved in $120 million land-based salmon farming project in Japan