Í Noregi hefur verið send út viðvörun til þeirra sem veiða sleppilax úr sjókvíaeldi. Ekki skal slægja fiskinn þannig að hætta sé á að inniyfli hans berist í sjóinn. Stór hluti þeirra 17.000 eldislaxa sem sluppu á dögunum þegar átti að fara með þá til slátrunar í Instefjord, þjáist af bris sjúkdómi og hætta er á að smitið berist í villtan fisk ef fólk gætir ekki að sér.

Mælt er með að fólk taki sleppilaxinn með sér heim, geri að honum þar og tryggi að innyflin fari með heimilissorpinu.

Svona er sjókvíeldið í hnotskurn. Stórhætta hvar sem að því er komið fyrir umhverfið og lífríkið.

Sjá umfjöllum héraðsfréttamiðilsins Porten.