Hér er góð fréttaskýring frá norska ríkisútvarpinu um landeldisstöðvarnar sem eru að rísa í Rússlandi. Rússar keyptu mikið af eldislaxi frá Noregi áður en sett var viðskiptabann á landið vegna innlimunar Krímskaga.

Þeir vilja verða sjálir sér nægir með lax og ala hann sem næst þeim mörkuðum þar sem á að selja hann.

Sama þróun er hafin um allan heim. Sérfræðingar í viðskiptum með eldislax hafa spáð því að þegar sú framleiðsla verður komin af stað fyrir alvöru munu sjókvíaeldisfyrirtæki á útjaðri markaða, þau sem þurfa að fljúga sinni vöru milli landa, verða þau fyrstu sem lenda undir í samkeppninni.

Sjá umfjöllun NRK.