Að eldislax sleppi úr netapokunum eða eldisseiði úr brunnbátum, eins og sagt er frá í meðfylgjandi frétt, er óhjákvæmilegur partur af sjókvíaeldi á laxi.
Afleiðingarnar fyrir villta laxastofna eru hörmulegar þegar húsdýrin blandast villta laxinum með erfðablöndum og riðla þannig mörg þúsund ára þróunarsögu þar sem stofn hverrar ár hefur lagað sig þar að aðstæðum til að viðhalda tegundinni. Skyndilega er þessu náttúruvali raskað sem auðvitað veldur því að villta laxinum fækkar.
Vísindamenn hafa varað við þessari þróun um árabil en rétt eins og þegar kemur að loftslagsbreytingum er kór afneitaranna hávær og þrek stjórnmálastéttarinnar sorglega lítið.
Og nú brennur jörðin og villtum dýrategundum fækkar með áður óþekktum hraða.