Norska vísindaráðið um villta laxastofna birti í dag ársskýrslu sína og hún er ekki fallegur lestur. Enn syrtir í álinn fyrir villta laxinn og eftir sem áður er stærsti skaðvaldurinn sjókvíaeldi á laxi. Laxalúsin er meiriháttar vandamál í sjókvíaeldinu og erfðablöndun sleppifiska þaðan við villta stofna líka. Ástandið er verst við Vestur-Noreg, í Sognefjord og Sunnmørsfjord þar sem staða villtra laxastofna er mjög slæm einsog segir í skýrslunni.

Aðeins 20 prósent villtra norskra laxastofna er í góðu ásigkomulagi.

Afneitunin er djúp meðal þeirra sem vilja auka veg þessa skaðlega iðnaðar hér við land. Norðmenn eru komnir langleiðina með að eyðileggja sína villtu stofna og nú vilja taglhnýtingar þeirra hér fara sömu leið. Svei þeim.

“Ett tiltak som er gjort for å ivareta og gjenoppbygge bestander av villaks er fastsettelse av kvalitetsnorm for villaks i 2013, et virkemiddel i Naturmangfoldloven. Normen skal beskrive tilstanden i bestandene og danne grunnlag for tiltak som bedrer tilstanden der den er for dårlig. 

Til tross for Naturmangfoldloven og normens mål om å bedre tilstanden var det ingen bedring i tilstand fra perioden 2010-2014 til 2015-2019, og det var ingen endring i hva som var de største negative påvirkningene.

Den nye kartlegging av tilstanden for laksebestandene viste at bare én av fem laksebestander var i god eller svært god tilstand, mens over en tredel av bestandene var i dårlig eller svært dårlig tilstand.”