Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Sjálfbærni og neytendur
Sjókvíalax er hvorki „sjálfbær“ né „umhverfisvænn“

Sjókvíaeldisrisinn Mowi mun fjarlægja orðin „sjálfbær“ og „umhverfisvænn“ af umbúðum eldislax sem seldur er í Bandaríkjunum og borga 1,3 milljón dollara, eða sem nemur 169 milljónum króna, til að forða sér frá dómsmáli.

Mál var höfðað á hendur Mowi á þeim grundvelli að fyrrnefndar merkingar væru „falskar, misvísandi og blekkjandi“.

Fyrirtækið kaus að semja utan dómssalar og hætta þegar í stað að merkja umbúðir með þessum orðum, enda er eldislax alinn í sjókvíum alls ekki sjálfbær eða umhverfisvæn matvara. Þvert á móti er þessi framleiðsluaðferð skaðleg fyrir náttúruna og lífríkið.

Sjókvíaeldi á laxi er eina dýrapróteinframleiðslan á iðnaðarskala sem skaðar villta stofna með erfðablöndun. Það helspor sjókvíaeldisins eitt og sér ætti að duga til þess að þessi framleiðsluaðferð væri bönnuð.

Sjá umfjöllun Intrafish.

 

0 Comments
  • Bandaríkin
  • Falskar auglýsingar
  • Mowi
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo