Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Loftslagsbreytingar og vistkerfisvá
Sjókvíalax er með fimm sinnum stærra en kolefnisfótspor en þorskur, 25% stærra en kjúklingur

Ný norsk úttekt sýnir að kolefnisfótspor eldislax úr sjókvíum er fimm sinnum hærra en þorsks. Þar að auki er sjókvíaeldislaxinn með 25 prósent hærra kolefnisfótspor en kjúklingur sem ræktaður er í Evrópu.

Í skýrslunni kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Helstu ástæður eru þessar:

1) Vaxandi fiskidauði í sjókvíaeldinu og viðvarandi lúsafár hefur haft í för með sér meiri umferð brunnbáta og annarrar þjónustuskipa í kringum sjókvíarnar.

2) Þessi aukni fiskidauði hefur síðan leitt af sér mun verri fóðurnýtingu. Með öðrum orðum, reikna þarf fóðrun þess fisks sem drepst með í þeim hluta framleiðslunnar sem fer til neytenda.

3) Miklu hærra hlutfall fóðursins kemur úr plönturíkinu en áður. Þetta eru fyrst og fremst sojabaunir sem eru ræktaðar á gríðarlegu landflæmi fjarri Noregi, aðallega í Suður-Ameríku. Þessi mikla landnotkun og langar flutningsleiðir fóðurs vega mjög þungt þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.

Rannsóknin er unnin af SINTEF, sem er eitt elsta og virtasta rannsóknarfyrirtæki Evrópu.

 

0 Comments
  • Kolefnisfótspor
  • Laxafóður
  • Laxalús
  • Noregur
  • Þorskveiðar
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo