Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Eftirlit og aðstæður í sjókvíaeldi
Skýrsla Ríkisendurskoðun um sjókvíaeldið minnir á hrunskýrsluna

Henry Alexander Henrysson, rannsóknarsérfræðingur hjá siðfræðistofnun. Hann segir segir kjörna fulltrúa bera ábyrgð og þeir hafa brugðist því þeir kusu að bregðast ekki við. Skýrslan sýni að ekki var vandað til verka, eftirlitið, stjórnsýslan og pólitíkin hafi brugðist þrátt fyrir að gagnrýnisraddir og ábendingar hafi stöðugt verið uppi. Margir hafi því verið með lokuð augu og eyru.

Í viðtali við RÚV sagði Henry að skýrslan væri alvarlegur áfellisdómur yfir stjórnvöldum:

„Ég held að þessi skýrsla sé þess eðlis að þetta er aðeins harðari áfellisdómur en þannig að við getum bara horft fram á veginn. Ég myndi segja að við þyrftum að læra af þessu á þann hátt að það þurfi einhver að bera ábyrgð á því hvernig þessi mál hafi farið. Þetta er nokkuð einstakt í Íslandssögunni,“ segir Henry Alexander Henrysson, rannsóknarsérfræðingur hjá siðfræðistofnun. Hann segir segir kjörna fulltrúa bera ábyrgð og þeir hafa brugðist því þeir kusu að bregðast ekki við. Skýrslan sýni að ekki var vandað til verka, eftirlitið, stjórnsýslan og pólitíkin hafi brugðist þrátt fyrir að gagnrýnisraddir og ábendingar hafi stöðugt verið uppi. Margir hafi því verið með lokuð augu og eyru.

„Að mörgu leyti finnst mér þessi skýrsla minna á rannsóknarskýrslu Alþingis eftir efnahagshrunið – ég myndi vilja taka svo djúpt í árinni. Þetta er klárlega áfellisdómur yfir kjörnum fulltrúum og íslensku lýðræði. Þetta er stórt mál, heill atvinnuvegur sem hefur verið að rísa upp hér og það eru margir sem eiga mikið undir með þennan atvinnuveg – bæði þeir sem reka fyrirtækin, þeir sem vinna þar, heilu sveitarfélögin – þannig að hér þurfti að vanda til verka ef við ætluðum að fara í þessa vegferð“.

0 Comments
  • Henry Alexander Henrysson
  • Ríkisendurskoðun
  • Siðfræðistofnun
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo