Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Erfðablöndun
Sleppifiskar úr sjókvíaeldi fastir gestir í Fífudalsá á hrygningartíma

Eldislax úr sjókvíaeldi hefur fundist á hrygningartíma í Fífustaðadalsá í Arnarfirði í fimm ár af þeim sjö árum sem fylgst hefur verið með ánni.

Á þessu tímabili hefur eldislax verið á bilinu 5,6 til 21,7% hrygningarlaxanna í ánni.

Einsog höfundur rannsóknarinnar, Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum, bendir á þarf ekki að orðlengja hversu viðkvæmir litlir laxastofnar á borð við þann í Fífustaðadalsá eru gagnvart áhrifum eldis á laxi í sjókvíum í næsta nágrenni. „Laxastofninn í Fífustaðadalsá og aðrir íslenskir laxastofnar eru í sívaxandi hættu vegna erfðablöndunar og laxalúsavandamála sem sjókvíaeldi á norskum laxi við Íslandsstrendur veldur. Laxalýs frá laxeldinu í Arnarfirði draga einnig úr lífslíkum sjóbirtinga úr ánum í firðinum,“ segir Jóhannes.

Staðreyndin er sú að sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Umhverfið fær sendan reikninginn fyrir menguninni sem streymir óhindrað út um netmöskvana og villtir laxastofnar bera skaðann af erfðablönduninni. Þetta er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Við hvetjum alla til að horfa á þetta myndband:

https://vimeo.com/641931454
0 Comments
  • Arnarfjörður
  • Fífudalsá
  • Jóhannes Sturlaugsson
  • Sleppifiskur
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Matvælastofnun Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo