Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Dýravelferð
Staðfest: Verskmiðjuskipið Norwegian Gannet á leið til landsins. Fiskurinn fer beint úr landi

Nú er það staðfest. Verksmiðjuskipið Norwegian Gannet mun sigla með eldislaxinn sem það sýgur upp úr sjókvíum Arnarlax beint til Danmerkur.

Skv. frétt Stundarinnar:

Eitt þekktasta og fullkomnasta sláturskip í heimi, The Norwegian Gannet, er á leiðinni til landsins til að aðstoða stærsta laxeldisfyrirtæki landsins, Arnarlax, við að slátra upp úr eldiskvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Vont veður og erfiðar aðstæður í Arnarfirði hafa valdið Arnarlaxi tjóni síðustu daga þar sem fyrirtækið hefur ekki getað slátrað sjálft upp úr fimm eldiskvíum sem fyrirtækið rekur í firðinum þar sem er að finna 4 þúsund tonn af eldislaxi í sláturstærð, 6- 9 kíló, á að giska 450 til 650 þúsund laxar.

„… Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hafði ekki svarað spurningum sem Stundin sendi honum þegar fréttin var birt heldur vísaði í frétt um komu skipsins á heimasíðu Arnarlax þar sem meðal annars segir: „Að auki er sláturskipið Norwegian Gannet á leið til landsins til að aðstoða við slátrun en um er að ræða eitt fullkomnasta sláturskip í heimi.“

Skipið er í eigu norskra aðila, eins og nafnið ber með sér, og eru lýsingarnar á því þannig að það sé einstakt í heiminum. Lýsingarnar eru á köflum háfleygar. Á vefsíðunni Salmon Business segir meðal annars um skipið: „Sláturskipið er engu líkt, engu, hvar sem leitað er.“  …

Notkun Arnarlax á sláturskipinu þýðir að eldislaxinn sem starfsmenn skipsins munu slátra verður fluttur beint úr landi í The Norwegian Gannet.

Í skipinu er hægt að slátra 160 þúsund tonnum af eldislaxi á ári, sem er rúmlega fimmföld ársframleiðsla á eldislaxi á Íslandi árið 2019. Skipið getur flutt 1.000 tonn af eldislaxi í einu.“

0 Comments
  • Arnarfjörður
  • Arnarlax
  • Laxadauði
  • Verksmiðjuskip
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo