Samvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands eru verðmæti lax- og silungsveiða á Íslandi samtals 170 milljarðar og á þessu ári má rekja tæplega 9 milljarða landsframleiðslu beint til lax- og silungsveiða.
Í skýrslunni kemur fram að tekjur af stangveiði er ein meginstoð landbúnaðar á Íslandi. Þegar landið er tekið í heild eru tekjur af stangveiði 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Lægst er hlutfallið á Vestfjörðum, 9 prósent, en hæst á Vesturlandi þar sem tekjur af stangveiði eru 69% af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði, og næst hæst á Austurlandi þar sem það er 34 prósent.
„Þessar tölur sýna hversu mikilvæg þessi starfsemi er fyrir dreifbýli á Íslandi og hversu stór hluti tekna í landbúnaði kemur frá lax og silungsveiði,“ segir Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga.
Bændablaðið fjallar ítarlega um skýrsluna í nýjasta tölublaði sínum.
Stangveiði er ein helsta stoð landbúnaðar og búsetu í dreifbýli á ÍslandiSamvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar…
Posted by Icelandic Wildlife Fund on Fimmtudagur, 15. nóvember 2018