Afríka, Miðausturlönd, Bandaríkin ýmis Evrópu- og Asíulönd, á öllum þessum stöðum eru risnar eða eru að rísa stórar landeldistöðvar sem framleiða tugi þúsundi tonna af eldislaxi hver og ein. Sú nýjasta er áætluð í Suður Afríku og mun framleiða 20.000 tonn á ári.
Allt frárennsli er hreinsað frá þessum stöðvum og fiskur frá þeim ógnar ekki villtum stofnum. Sjókvíaeldisstöðvar láta hins vegar allan hroðann vaða beint í sjóinn og missa reglulega frá sér fisk í miklum mæli.

Á Íslandi eru frábærar aðstæður fyrir landeldi, nóg af landrými, gnægð af heitu og köldu vatni. Hér ráða skammtimasjónarmið mestu í laxeldinu. Eina sem virðist skipta máli er að fáir einstaklingar græði sem mest á sem minnstum tíma. Því miður kunnuglegt stef í íslensku atvinnulífi.

Sjá umfjöllun SalmonBusiness um þessar fyrirætlanir.