NY Times segir frá því að leki frá neðansjávarborholum í Mexikóflóa hefur verið um um 17.000 lítrar á hverjum degi en ekki 7,6 til 15,2 lítrar eins og eigandi olíuborpallsins hefur haldið fram. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri alríkisrannsókn en borpallurinn sökk í óveðri sem gekk yfir svæðið árið 2004 og við það brustu leiðslur og tengingar við holur á hafsbotninum.
Í 15 ár hefur lekinn því verið rúmlega þúsund sinnum meiri á hverjum einasta degi en fyrirtækið hélt sjálft fram.

Þessi frétt sýnir skýrt hversu óvarlegt er að treysta innra eftirliti stórfyrirtækja og þeim upplýsingum sem þau gefa opinberum eftirlitsstofnunum. Fjárhagslegir fyrirtækjanna af því að halda upplýsingum leyndum, sem gæti skaðað verðmæti þeirra, ráða oftar en ekki för.

Skv. The New York Times:

“A new federal study has found that an oil leak in the Gulf of Mexico that began 14 years ago has been releasing as much as 4,500 gallons a day, not three or four gallons a day as the rig owner has claimed.”