Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Erfðablöndun
Svört skýrsla Náttúrufræðistofnun Noregs um ástand villtra laxastofna þar í landi

Norska náttúrufræðistofnunin, NINA, var að birta árlega skýrslu sína um ástand villtra laxastofna í Noregi og hún er svört. Áfram heldur erfðablöndun við eldislaxa að aukast í villtum laxi.

Af 239 villtum laxastofnum bera um 67% merki erfðablöndunar frá eldislaxi, sem hefur sloppið úr sjókvíum, og eru 37,5% stofna í slæmu eða mjög slæmu ásigkomulagi.

Þetta eru hrikalegar tölur því erfðablöndun við eldislax dregur úr getu villtra laxastofna til að komast af í náttúrunni.

Lífsbarátta villta laxins er nú þegar erfið vegna loftslagsbreytinga og súrnun sjávar, sem hefur aldrei í sögu jarðar gerst jafn hratt og á sér nú stað.

Áþján frá sjókvíaeldinu á villta laxinn er svo enn meiri vegna lúsafársins sem þar er viðvarandi vandamál. Lúsasmit frá sjókvíunum drepur um og yfir 40% af seiðum villta laxins ef þau lenda í lúsagerinu þegar þau ganga til hafs.

Hægt er að lesa skýrslu NINA á þessum hlekk.

0 Comments
  • Náttúrufræðistofnun Noregs
  • Noregur
  • Súrnun sjávar
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo