Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Erfðablöndun
Erfðamengun í villtum laxastofnun heldur áfram að aukast

Fréttablaðið segir frá svartri skýrslu NINA í dag. „Villtir laxastofnar sem orðið hafa fyrir erfðabreytingum frá eldislaxi sem hefur sloppið, framleiða minna en stofnar sem ekki hafa orðið fyrir áhrifum. Þeir framleiða færri gönguseiði og hafa hærri dánartíðni í sjó,“ segir NINA um þýðingu þessarar erfðablöndunar.

Þetta eru staðreyndir um skelfileg áhrif erfðamengunar frá þessum iðnaði. Við köllum það helspor sjókvíaeldisins og það skilur eftir sig óafturkræf ummerki í lífríkinu.

„Samkvæmt nýrri skýrslu Norsku náttúrufræðistofnunarinnar, NINA, eykst erfðablöndun laxa úr sjó­kvía­eldi við villta laxastofna Noregs. Hefur erfðabreytinga orðið vart í 67,5 prósentum laxastofnanna. Þar af eru áhrifin sögð nokkur eða mikil í 37,5 prósentum stofna. Blöndunin veiki mikilvæga eiginleika.

Eldislax sem hefur sloppið hefur orsakað stórar breytingar í fjórðungi laxastofna Noregs, segir norska náttúrufræðistofnunin, NINA, um nýjustu niðurstöður sínar varðandi ástand villtra laxastofna í Noregi. …

„Villtir laxastofnar sem orðið hafa fyrir erfðabreytingum frá eldislaxi sem hefur sloppið, framleiða minna en stofnar sem ekki hafa orðið fyrir áhrifum. Þeir framleiða færri gönguseiði og hafa hærri dánartíðni í sjó,“ segir NINA um þýðingu þessarar erfðablöndunar.

„Erfðabreyttur, villtur lax sýnir vissar breytingar á mikilvægum eiginleikum eins og vaxtarhraða, aldri við göngu til sjávar, kynþroska og göngumynstur. Þetta eru breytingar sem taldar eru veikja aðlögun laxins að náttúrunni,“ undirstrikar norska náttúrufræðistofnunin.“

0 Comments
  • Náttúrufræðistofnun Noregs
  • Noregur
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Matvælastofnun Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo