Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Landeldi og tækniframfarir í laxeldi
Talsmenn sjókvíaeldis eru að verja deyjandi iðnað: Landeldið er framtíðin

Sú mikla framleiðsluaukning sem er fyrirséð í laxeldi á landi á næstu árum mun breyta landslaginu í þessum iðnaði varanlega. Rekstur sjókvíaeldis á svæðum þar sem starfsemin er kostnaðarsöm og flutningur eldislaxins á markað er flókinn, verður í vandræðum innan næsta áratugs.

Norsku sjókvíaeldisrisarnir létu lengi einsog landeldisstöðvar væru byggðar á óraunhæfum hugmyndum. Við heyrum þau sjónarmið reyndar enn bergmála í orðum hagsmunagæslufólks þeirra hér á landi, þar á meðal innan SFS. Risarnir hafa hins vegar verið að vakna enda blasir við að samkeppnin við þessa staðbundnu framleiðslu mun reynast þeim verulega þung.

Landfræðilegt forskot Noregs, með sína löngu strandlengju er að hverfa.

Þegar upp er staðið eru helstu verðmæti norska laxeldisiðnaðarins geysilega öflugt markaðs-, sölu- og dreifingkerfi. Þeir innviðir eru að baki vaxandi áhuga sjókvíaeldisrisanna á að fjárfesta sjálfir í landeldi á þeim mörkuðum þar sem á að selja vöruna. Ef sjókvíaeldisrisarnir aðlagast ekki sjálfir munu aðrir framleiðendur taka þeirra sess.

Það er ekki tilviljun að norskir fjárfestar eru víðast hvar í aðalhlutverkum í landeldisuppbyggingunni, allt frá Japan til Bandaríkjanna. Þetta er fólk sem þekkir innviði kerfisins, hefur langa reynslu og laxeldi og áttar sig á þeim möguleikum sem felast í því að þurfa ekki að fljúga laxinum um langan veg þangað sem á að selja hann.

Þau sem halda því fram að sjókvíaeldi geti verið undirstaða í byggðum á Íslandi til lengri tíma eru annað hvort ekki að fylgjast með þróuninni á þessum markaði, eða hafa sína eigin persónulegu hagsmuni í huga. Það síðarnefnda er því miður líklegri skýring.

Myndin er skjáskot af forsíðu SalmonBusiness í dag. Tvö stór landeldisverkefni þar efst á baugi.

0 Comments
  • SFS
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Matvælastofnun Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo