Frábær tíðindi! Tokyo Sushi hefur gengið til liðs við ört stækkandi hóp veitingastaða og verslana sem bjóða aðeins upp á lax úr sjálfbæru landeldi og merkja sig því með gluggamiðunum frá IWF. „Ég hafði í um það bil eitt ár verið að skoða hvernig við gætum hætt að vera með lax úr opnu sjókvíaeldi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem sú starfsemi hefur á umhverfið,“ segir Andrey Rudkov. Lausnin var að kaupa lax frá Eðalfiski í Borgarnesi sem fær sinn lax úr landeldi Samherja.

Sífellt fleiri fyrirtæki eru sem betur fer að taka sér stöðu með umhverfinu. Allt frá Bónus með því að hætta með burðarpoka úr plasti til veitingastaða sem beina innkaupum sínum til þeirra sem haga framleiðsluaðferðum sínum þannig að umhverfið beri sem minnstan skaða af. Þetta er mikið fagnaðarefni.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/530996664034568/?type=3&theater