Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Eftirlit og aðstæður í sjókvíaeldi
Umhverfisstofnun samþykkir „umbótaáætlun“ Arctic Sea Farm með skilyrðum

Eins og við höfum sagt frá áður komu í ljós fjögur brot á starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi Arctic Sea Farm (ASF) í Dýrafirði í eftirlitsheimsókn Umhverfisstofnunar á síðasta ári.

ASF var með of mikið af eldislaxi í sjókvíunum, sinnti ekki sýnatöku, losaði of mikla mengun í sjó og var með koparhúðaða netapoka í sjókvíunum.

Umhverfisstofnun gaf ASF tækifæri til að skila inn umbótaáætlun vegna þessara brota en fyrirtækið sinnti því engu og fékk því formlega áminningu bréfleiðis þann 6. nóvember. Þetta var að koma í ljós.

Umbótaáætlunin barst þó seint um síðir og Umhverfisstofnun hefur nú samþykkt hana með skilyrðum. Hægt er að lesa yfirlitið í heild hér.

Allt er þetta ferli með nokkrum ólíkindum, ekki síst þar sem AFS er á sama tíma að sækja um að fá sjókvíaeldisleyfi sitt í Dýrafirði rúmlega tvöfaldað, úr 4.200 tonnum í 10.000 tonn. Engu að síður er ekki aðeins brotavilji fyrirtækis á gildandi starfsleyfi einbeittur, heldur lætur það sig hafa það að hunsa tilmæli um að bæta ráð sitt.

Öll eru brot þess á starfsleyfinu umhverfinu og lífríkinu í óhag. Sérstaklega er notkun þess á koparhúðuðum netapokum ófyrirleitin. Fyrirtækið fer þar fram vitandi að litlar sem engar líkur eru á að það verði látið flytja seiðin sem það setti út í þessa koparnetapoka, einfaldlega vegna þess að flutningurinn væri atlaga að velferð seiðanna. Stór hluti þeirra myndi drepast.

Fráleitt að að gefa fyrirtæki sem hegðar sér svona leyfi til að auka framleiðslu sína.

Hér er kafli úr umsögn Umhverfisstofnun um skilyrðin vegna brotanna starfsleyfinu vegna koparnetapokanna:

Umhverfisstofnun „krefst þess að ekki verði settir út fleiri nótapokar með kopar í Dýrafirði og að ekki verði sett fleiri seiði í nætur með kopar á meðan rekstraraðili hefur ekki til þess heimild í starfsleyfi. Einnig óskar stofnunin eftir því að þær nætur sem nú þegar hafa verið settar út án leyfis verði ekki háþrýstiþvegnar á meðan eldinu stendur sem og að sem minnst verði við þær átt til að lágmarka losun kopars.“

0 Comments
  • Arctic Sea Farm
  • Brot á starfsleyfi
  • Dýrafjörður
  • Umhverfisstofnun
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo