Sú hugmynd að þessi mengandi iðnaður eigi að vera atvinnuskapandi fellur um sjálfa sig þegar þarf að slátra eldisdýrunum vegna sjúkdóma í milljónatali.

Byggjum upp heilbrigðar atvinnugreinar sem hægt er að treysta á til framtíðar.

Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Skaðar umhverfið, lífríkið og fer hræðilega með eldisdýrin.

Sjá umfjöllun Vísis:

“Á mánudaginn var sagt frá því að veiran hefði greinst á enn einu svæðinu í Reyðarfirði með þeim afleiðingum að slátra þarf öllum laxi úr sjókvíunum sem Laxar fiskeldi, systurfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, er með þar og loka firðinum fyrir eldi.

Í kjölfarið ræddi fréttastofa Ríkisútvarpsins við Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis ehf þar sem hann staðhæfði að lítil sem engin hætta væri á því að veiran bærist í aðra firði. Þeir sem vilja gjalda varhug við sjókvíaeldi telja þetta dæmi um ábyrgðarlausa framsetningu fiskeldismanna.

“Orð Jens Garðars um litla sem enga hættu fyrir aðra firði hljómuðu fáránlega í eyrum allra sem þekkja sögu sjókvíaeldis í heiminum. Blóðþorraveiran hefur rústað sjókvíaeldi við Færeyjar og Chile, svo það kemur ekkert á óvart að hún dreifi sér um Austfirði,“ segir Jón Kaldal talsmaður Icelandic Wild Live Fund (IWF) eða Íslenska náttúruverndarsjóðsins í samtali við Vísi.”