Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Dýravelferð
Veirusmit greinist í sjókví í Reyðarfirði

Veira sem valdið getur sjúkdómnum brisdrepi í fiskum hefur greinst í laxi úr sjókví Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í frétt sem var að birtast á vef Matvælastofnunar.

Þetta er í fyrsta sinn sem IPN-veiran greinist í laxi á Íslandi.

„Þó svo veiran hafi greinst hefur sjúkdómurinn brisdrep (e. Infectious Pancreatic Necrosis – IPN) ekki komið upp í löxunum og hefur enn ekki komið upp á Íslandi. Brisdrep getur valdið tjóni í eldi, einkum í ferskvatnseldi á seiðum. Afföll eru algengust í eldi smáseiða í ferskvatni og í stálpuðum seiðum sem flutt eru smituð úr seiðastöð í sjókvíar. IPN-veiran hefur enn ekki greinst í ferskvatnseldi á Íslandi, en umfangsmikil vöktun á veirunni hófst í klak- og seiðastöðvum árið 1985, jafnt í eldisfiski sem villtum laxi.

IPN-veiran uppgötvaðist í kjölfar sýnatöku við reglubundið innra eftirlit hjá Löxum fiskeldi ehf. í Reyðarfirði. Laxinn sem veiran greindist í er heilbrigður og ástand laxa í kvíum almennt gott.“

0 Comments
  • Austfirðir
  • Fiskisjúkdómar
  • IPN-veira
  • Laxar fiskeldi ehf
  • MAST
  • Reyðarfjörður
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo