Þessi yfirlýsing Sturlu Birgissonar segir flest sem segja þarf um þá fáránlegu ákvörðun forsvarsmanna kokkalandsliðsins að fá Arnarlax sem fjárhagslegan bakhjarl.
Að sjálfsögðu á íslenska kokkalandsliðið aðeins að notast við besta hráefni sem er í boði og það sem er framleitt í sem mestri sátt við umhverfið. Það er engin tilviljun að lax úr landeldi er dýrari og eftirsóttari vara en sá lax sem er alinn í opnum sjókvíum, einsog er gert hjá Arnarlaxi. Þar hafa eldislaxar drepist tugþúsundum saman og eitri verið hellt í kvíarnar til að drepa laxalús sem herjar á eldisdýrin. Þetta eru hrikalegar aðferðir við matvælaframleiðslu.
Við hjá IWF tökum ofan fyrir Sturlu. Vonandi sjá þeir sem gerðu þennan samning að sér sem fyrst og vinda ofan af mistökunum.
Það er með þungum huga sem ég sé mig tilneyddan til að segja mig úr klúbbi matreiðslumeistara. Tilefnið er fráleitur…
Posted by Sturla Birgisson on Fimmtudagur, 6. september 2018