Hvað getur þú gert?

Lax úr sjókvíaeldi á ekkert erindi í kæliborð stórmarkaða og fiskverslana, á matseðil veitingahúsa eða matarborð neytenda
sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð og
keppa að sjálfbærni.

Það er kominn tími til að við tökum
sjókvíaeldislax af matseðlinum.

Litlar breytingar geta haft mikil áhrif


Borðum fisk og skelfisk sem er neðar í fæðukeðjunni.


Ef þið ætlið að fá ykkur máltíð sem inniheldur lax, gangið þá úr skugga um að laxinn komi úr sjálfbæru landeldi eða eldi í lokuðum kerjum. 


Landeldi og lokuð ker geta verið valkostur, en öllu fiskeldi á iðnaðarskala geta fylgt vandamál sem þarf að huga að, ekki síst varðandi dýravelferð, kolefnisfótspor og vistkerfisálag, til dæmis uppruna fóðurs sem notað er, meðferð á úrgangi og notkun á fersku vatni.

Taktu þátt í sjávarfangsbyltingunni

Sjókvíaeldi er í eðli sínu ósjálfbært.
Taktu þátt í baráttunni með því að heita því að borða hvorki né bjóða upp á lax úr sjókvíaeldi.

Matreiðslumenn, veitingastaðir og verslanir.

Hafðu samband til að fá upplýsingar um hvernig þú getur tekið þátt.

Neytendur og veitingahúsagestir.

Skráðu þig til að fá fréttir um herferðina og nýjustu aðgerðir

Þar sem ég var í sveit var mér kennt að ganga vel um náttúru landsins og aldrei að fara illa með dýr. Fiskeldi á landi fellur vel að þeirri lexíu. Það að landeldisfiskur er miklu betri vara er svo bara plús.

Sigurður Þór Sigurðsson – fisksali Fiskbúðinni Sundlaugarvegi