Um okkur

Herferðin varð til hjá náttúruverndarsamtökunum WildFish í Bretlandi sem berjast fyrir sama markmiði og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (IWF) og Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF).

Tilgangur herferðarinnar er að vekja athygli á skaðlegum áhrifum sjókvíaeldisiðnaðarins á umhverfið og lífríkið og skora á veitingahús og neytendur að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum.

Sendið okkur póst ef þið viljið nánari upplýsingar: ekki@iwf.is

 

Samherjar okkar

Við erum sveitafólk og skiljum mikilvægi heilbrigðra búskaparhátta. Við myndum ekki gefa börnunum okkar kjúkling sem er alinn í verksmiðjubúum, og með sama hætti dytti okkur ekki í hug að bjóða gestum okkar upp á eldislax. Eldislax hefur aldrei verið á boðstólum á Eiklour Arms, og þegar við útskýrum fyrir gestum okkar af hverju svo er höfum við ævinlega fengið jákvæð viðbrögð.

Claire Mercer Nairne- eigandi veitingahússins The Meikleour Arms